Ása Sigríður Þórisdóttir 6. júl. 2020

Krabbamein fer ekki í frí

Vitundarvakning Krafts sem snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann.

Kraftur stendur nú annað árið í röð fyrir vitundarvakningunni Krabbamein fer ekki í frí. Vitundarvakningin snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila hjá þeim sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann. Þó að þjónustan sé takmarkaðri þá skiptir máli að fólk viti hvert það getur leitað læknishjálpar, ráðgjafar og stuðnings.

Við höfum því tekið saman opnunartíma hjá helstu aðilum til að krabbameinsgreindir og aðstandendur viti hvert þeir geta leitað og hvenær. Við teljum að því upplýstara sem fólk er því minni óvissu stendur það frammi fyrir. Þá skorum við einnig á heilbrigðisyfirvöld að bæta aðgengi og þjónustu yfir sumartímann. Heilbrigðiskerfið okkar sýndi það og sannaði það á þessum Covid tímum að það getur svo sannarlega brugðist við þegar á reynir,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Kraftur vonar að þessar upplýsingar hjálpi fólki hvert það getur leitað.

  • Hér má sjá yfirlit yfir opnunartímar helstu þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra.

Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?