Ása Sigríður Þórisdóttir 16. apr. 2020

Karlaklefinn samfélagsvefur ársins

Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins unnið í samvinnu við Hugsmiðjuna. Þar eru viðkvæm viðfangsefni rædd án málalenginga, fjallað um krabbamein, forvarnir og leiðir til betri almennrar heilsu.

Við erum afar stolt yfir að Karlaklefinn.is hafi verið valinn samfélagsvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum.

Hugmyndin að Karlaklefanum kemur frá starfsmönnum Krabbameinsfélagsins og hefur félagið átt frábært samstarf við Hugsmiðjuna um tæknilegar útfærslur. Karlaklefinn er ekki átaksverkefni heldur langtímaverkefni sem ætlað er að vaxa og þróast.

Karlmenn leita sér upplýsinga í minna mæli en konur varðandi margt sem snertir heilsufar, þeir bregðast síður við einkennum og leita seinna til læknis. Markmið Krabbameinsfélagsins með Karlaklefanum er að auka áhuga karla á fróðleik og miðla upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl, krabbamein og sjúkdómsferli, réttindamál, stuðning og viðbrögð aðstandenda og vinnufélaga svo dæmi séu tekin.

  • Samfélagsvefur ársins Karlaklefinn - Framleiðandi: Hugsmiðjan

Í umsögn dómnefndar segir:
Samfélagsvefur ársins er skýr, þægilegur og stútfullur af gæðaefni. Einfalt er að vafra um vefinn og finna það sem leitað er að, en allt efnið er flokkað á nákvæman hátt og sett fram með stílhreinum hætti.



Fyrsti áfangi Karlaklefans var opnaður þann 1. mars 2019 í tilefni af upphafi Mottumars, árlegu fjáröflunar- og fræðsluátaki Krabbameinsfélagsins. Það var auglýsingastofan Brandenburg og framleiðslufyrirtækið Republik sem unnu eftirminnilega sjónvarpsauglýsingu sem segja má að hafi slegið rækilega í gegn
og á sjá með þvi að smella á myndina hér til hliðar.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?