Ása Sigríður Þórisdóttir 1. nóv. 2022

Jóhannes Tómasson er látinn

  • Tómas Árni Jónasson, faðir hans. Myndin er tekin í 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins í júní árið 2011.

Jóhannes Tómas­son, blaða­maður og fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi, lést á Land­spítalanum í Foss­vogi þann 28. októ­ber sl. eftir snarpa og krefjandi baráttu við krabbamein, langt fyrir aldur fram. Við leiðarlok þakkar Krabbameinsfélagið Jóhannesi vinsemd og vel unnin störf í þágu félagsins og vottar fjölskyldu hans innilega samúð.

Jóhannes var alla tíð virkur í fé­lags­störfum og beitti sér meðal annars í baráttunni við krabbamein. Þar fylgdi hann eftir starfi föður síns, Tómasar Árna Jónassonar sem var mikill frumkvöðull í baráttunni gegn krabbameinum, meðal annars í störfum fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur.

Jóhannes var kosinn í stjórn Krabbameinsfélags Íslands árið 1999 og var varaformaður félagsins til ársins 2007. Á sama tíma var hann formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Jóhannes var kjörinn í heiðursráð Krabbameinsfélagsins árið 2011.

Jóhannes var aldrei langt undan þegar Krabbameinsfélagið þurfti á hans liðsinni að halda og félagið sér á eftir mjög öflugum hugsjónamanni sem aldrei lá á liði sínu. Eplið fellur ekki langt frá eikinni og Anna dóttir Jóhannesar hefur fetað í fótspor föður síns og setið í stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og hljóp til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar.

Við leiðarlok þakkar Krabbameinsfélagið Jóhannesi vinsemd og vel unnin störf í þágu félagsins og vottar fjölskyldu hans innilega samúð.  


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?