Guðmundur Pálsson 27. okt. 2017

IACR2017: Ráðstefna alþjóðasamtaka krabbameinsskráa var haldin í Utrecht þann 17.-19. október síðastliðinn

Árleg ráðstefna alþjóðasamtaka krabbameinsskráa (International Association of Cancer Registries) var haldin í 39. skipti þann 17.-19. október síðastliðinn í Utrecht í Hollandi.

Mættir voru 250 vísindamenn, læknar og annað starfsfólk krabbameinsskráa frá öllum álfum heims.

Vel kom í ljós á ráðstefnunni hve krabbameinsskrár eru mikið notaðar og eru mikilvægar fyrir lýðheilsu og krabbameinslækningar.  Þar eru skráðar nákvæmar upplýsingar um krabbamein yfir langan tíma, best er þegar þær ná til heilla þjóða eins og á Íslandi og ýmsum nágrannalöndum.

Lýðheilsuhlutverk: Krabbameinsskrár gera kleift að fylgjast með breytingum á nýgengi krabbameina og horfum krabbameinssjúklinga. Þær eru notaðar sem grunnur faraldsfræðilegra rannsókna er tengjast orsökum krabbameina og til að gera upp árangur leitar að krabbameinum. 

Í þágu krabbameinslækninga: Hjá krabbameinsskrám eru stundaðar rannsóknir á aðgengi, gæðum og breytileika í læknisþjónustu og einnig horfur og dánartíðni í þessu samhengi. Skrárnar taka einnig þátt í að kanna reynslu krabbameinssjúklinga af heilbrigðisþjónustunni.  Einnig sjá þær í auknum mæli um reglubundna endurgjöf til sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana varðandi gæði þjónustu við krabbameinssjúklinga. Þannig stuðla þær að bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga.

Laufey-Tryggvadottir-400pixKrabbameinsskrár veita upplýsingar til lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks, til stjórnvalda, vísindamanna, sjúklingasamtaka, fjölmiðla, nemenda, lyfjaframleiðenda, alþjóðlegra stofnana og almennings.

Fulltrúi Íslands var Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands og flutti hún erindi um horfur kvenna með brjóstakrabbamein, þegar meðfædd stökkbreyting í BRCA2 geni er til staðar.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?