Birna Þórisdóttir 30. apr. 2019

HPV bólusetning í alþjóðlegu bólusetningarvikunni

Síðasta vika aprílmánaðar er tileinkuð bólusetningum (World Immunization Week). Því er ekki úr vegi að minna á gagnsemi HPV bólusetninga, sem er hluti af almennum bólusetningum stúlkna í 7. bekk. Drengir geta einnig haft gagn af bólusetningunni en þá þarf að óska eftir henni og greiða fyrir.

Í meira en 99% tilfella orsakast leghálskrabbamein af HPV-veirum sem smitast á milli einstaklinga með kynlífi. Hérlendis er 12 ára stúlkum boðin bólusetning sem veitir vörn gegn tveimur tegundum HPV-veira, sem saman valda 70% tilfella leghálskrabbameins. Bólusett er í skólum.

Til að bólusetningin veiti sem besta vörn þarf hún að eiga sér stað áður en einstaklingurinn fer að stunda kynlíf. Samt geta konur allt að 45 ára aldri haft gagn af bólusetningu þó að virknin sé minni en ef bólusett er fyrr. Konum er ráðlagt að spyrja heimilislækni hvort bólusetningin gæti gagnast þeim.

Mikilvægt er að konur sem hafa verið bólusettar mæti samt í skipulagða skimun fyrir krabbameini í leghálsi þar sem bólusetningin nær ekki yfir allar HPV-veirur sem valdið geta leghálskrabbameini.

Drengir geta einnig haft gagn af HPV bólusetningu, sem er þó ekki hluti af almennum bólusetningum drengja. HPV-veirur geta valdið krabbameini í getnaðarlim, munni, koki og endaþarmi auk þess að valda kynfæravörtum.

Lesa má meira um HPV bólusetninguna á vef Embættis landlæknis.

Frekari upplýsingar um alþjóðlegu bólusetningavikuna má finna á vefjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og UNICEF.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?