Anna Margrét Björnsdóttir 9. feb. 2023

Hjartans þakkir frá Krabba­meins­félaginu

Krabbameinsfélaginu barst kærkominn liðsstyrkur þegar Arna Katrín Steinsen kom færandi hendi með peningagjöf sem safnast hafði í tilefni af stórafmæli hennar, en hún varð sextug á dögunum.

Arna Katrín er brosmild og einlæg þegar hún kemur til okkar í Skógarhlíðina til að leggja inn gjöfina og veitir góðfúslegt leyfi fyrir myndatöku og meiri upplýsingar um aðdragandann.

„Gjöfin er í minningu pabba, Arnar Steinsen, sem lést í fyrra eftir snarpa baráttu við briskrabbamein. Hann hélt mikið upp á töluna 7, svo upphæðin er í takt við það.“

Arna Katrín hélt fjölmenna afmælisveislu í sal í Hafnarfirði og bauð þangað vinum og vandamönnum. „Mig langaði bara að fólk fengi að njóta og hafa gaman,“ segir Arna Katrín. Þeim sem langaði að gleðja hana í tilefni af afmælinu gafst kostur á að aðstoða hana við að leggja góðum málefnum lið. Skiptist upphæðin jafnt á milli Krabbameinsfélagsins og Parkinsonsamtakanna.

„Lífið er núna!“ segir Arna Katrín að lokum og grípur þar á lofti slagorð Krafts, eins af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Viðeigandi boðskapur á Lífið er núna deginum sem er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, 9. febrúar, og fyrirhugað er að verði árlegur viðburður.

Krabbameinsfélagið þakkar Örnu Katrínu kærlega fyrir gjöfina, sem kemur að góðum notum.

Arna_katrin_steinsen


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?