Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2020

Heitur jóladrykkur með eplum og möndluflögum

Þennan ljúffenga, heita jóladrykk geta allir drukkið saman, ungir og aldnir. Ilmurinn, bragðið og ylurinn færir notalega jólaró og værð.

Þessi uppskrift birtist í fréttabréfi Kvennakórs Garðabæjar 2004. „Ég hef gert þetta á hverju ári síðan og er orðið hluti af jólaundirbúningi okkar" segir Sigrún Lillie forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ég geri venjulega tvöfaldan skammt og geymi kryddlög í ísskáp þar til ég ætla að bjóða upp á drykkinn þá blanda ég þessu í eplasafann og hita.

Uppskrift af Jólamjöð fyrir alla fjölskylduna

  •     1 l eplasafi

Kryddlögur

  •     U.þ.b. 250 ml vatn
  •     1 múskathneta (brotin í tvennt)
  •     1 cm biti af engiferrót
  •     1 kanilstöng
  •     5 korn allrahanda
  •     1 tsk ósteyttar kardimommur

Aðferð:

Allt sett í pott og látið malla í 20-30 mínútur. Kryddlögur síaður og blandaður saman við einn líter af eplasafa. Hita en ekki láta sjóða. Bæta eplabitum og möndluflögum út í pottinn.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?