Ása Sigríður Þórisdóttir 25. ágú. 2021

Heilsamín vekur athygli

Heilsamín-pakkinn inniheldur ráðleggingar um lífsstíl sem minnkar líkur á krabbameinum auk þess að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Innpökkun ráðlegginganna í umbúðir er hugsuð sem leið til að vekja athygli á því hve mikið við getum gert fyrir heilsuna með hegðun okkar, þó það sé ekki á formi inntöku lyfs.

Ráðin í Heilsamín-pakkanum eru þessi:

  • Forðumst reyk og tóbak. Reykjum hvorki né notum tóbak, forðumst óbeinar reykingar.
  • Hreyfum okkur daglega. Hreyfum okkur í a.m.k. 30 mínútur á dag. Höldum kyrrsetu í lágmarki.
  • Forðumst áfengi. Allar gerðir áfengis eru krabbameinsvaldandi. Minna er betra ef við neytum þess á annað borð.
  • Hæfileg líkamsþyngd. Stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og verum vakandi fyrir þyngdaraukningu.
  • Hugum að mataræðinu. Borðum vel af heilkornavörum, græmeti, ávöxtum og baunum. Takmörkum eða sleppum rauðu kjöti. Forðumst unnar kjötvörur og sykraða drykki.
  • Verndum húðina. Verndum húðina fyrir skaðlegum geislum sólar. Notum ekki ljósabekki.

Saman mynda þessi ráð öfluga vörn sem getur dregið úr líkum á krabbameinum um 30–50%.

Heilsamín er þróað út frá ráðum evrópsku krabbameinsfélaganna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að minnka líkur á krabbameinum.

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?