Ása Sigríður Þórisdóttir 18. okt. 2022

Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um þrjár milljónir

Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja Bleiku slaufuna með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup lagði aðrar 500 krón­ur í mót­fram­lag.

Á föstu­dag­inn af­hentu for­svars­menn Hag­kaups Krabbameinsfélaginu ávís­un upp á þrjár millj­ón­ir króna sem söfnuðust í versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja átakið með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup lagði aðrar 500 krón­ur í mót­fram­lag,“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, en ávís­un­in var af­hent við hátíðlega at­höfn í bleiku boði sem hald­in var í Hag­kaup í Kringl­unni á föstu­dag­inn.

„Söfn­un­in stóð yfir í viku og það stóð ekki á viðskipta­vin­um Hag­kaups sem styrktu átakið um 1,5 millj­ón og lagði Hag­kaup sömu upp­hæð á móti og söfnuðust alls þrjár millj­ón­ir. Þann 15. októ­ber héld­um við bleikt boð þar sem boðið var upp á freyðandi óá­fenga drykki, veit­ing­ar frá 17 sort­um, Sigga Kling spáði fyr­ir gest­um og gang­andi og ávís­un­in var af­hent,“ seg­ir Eva Lauf­ey.

Sig­urður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups, sagðist vera gríðarlega þakk­lát­ur viðskipta­vin­um Hag­kaups sem styrktu átakið með þessu hætti sem ber merki um sam­stöðuna sem rík­ir um Krabba­meins­fé­lagið sem sinn­ir ein­stöku starfi.

„Bleika slaufan gegnir afar stóru hlutverki í fjáröflunarstarfi Krabbameinsfélagsins. Með ómetanlegum stuðningi fyrirtækja eins og Hagkaup vinnur Krabbameinsfélagið alla daga að því að koma í veg fyrir krabbamein, fækka þeim sem deyja af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra. Hagkaup er í okkar dýrmæta hópi samstarfsaðila. Fyrirtækið bæði selur slaufuna og styrkir átakið með mótframlagi sem er okkur ótrúlega kærkomið og erum við afar ánægð með samstarfið við Hagkaup“  segir Árni Reynir Alfredsson forstöðumaður markaðs- og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?