Guðmundur Pálsson 18. nóv. 2017

Góður árangur bólusetningar gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess

Nýlega birti læknatímaritið Clinical Infectious Diseases uppgjör á rannsókn sem gerð var á Norðurlöndunum á áhrifum bólusetningar gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess ( https://doi.org/10.1093/cid/cix797 ).

Bólusetning með bóluefninu Gardasil var gerð á 2650 konum á Norðurlöndunum á árunum 2002-2003 og til samanburðar tóku álíka margar óbólusettar konur einnig þátt. Alls tóku 710 íslenskar konur, 18-23 ára, þátt í rannsókninni. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og Embætti landlæknis sáu um framkvæmd hins íslenska hluta rannsóknarinnar.

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins tók í kjölfarið að sér langtíma eftirfylgd með íslenska rannsóknarhópnum. Í 12 ára uppgjöri rannsóknarinnar kom í ljós að engin bólusett kona hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum þeirra veirutegunda sem bólusett var gegn (HPV 16/18). Þessi niðurstaða lofar mjög góðu varðandi árangur bólusetningarinnar.

Á Íslandi hófst almenn bólusetning gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess á árinu 2011 hjá 12 ára stúlkum. Hér á landi hefur bóluefnið Cervarix verið notað og hefur þátttakan verið með ágætum eða um 90%. Reiknað er með að bólusetningin leiði til 55% lækkunar alvarlegra forstigsbreytinga og 70% lækkunar leghálskrabbameina. 

Miðað við núverandi ástand á Íslandi mun því bólusetningin koma árlega í veg fyrir um 166 tilfelli af alvarlegum forstigsbreytingum og 11 tilfelli leghálskrabbameina hér á landi. Reikna má með enn meiri vernd í framtíðinni ef tekin verða upp nýrri bóluefni sem beinast gegn fleiri veirustofnum.

KI_20sep-187-minni


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?