Anna Margrét Björnsdóttir 10. mar. 2023

Gekk frá pöntun klukkan 00:06

Salan á Mottumarssokkunum hófst á miðnætti 9. mars. Segja má að Jakub Harasimczuk hafi verið í startholunum því hann gekk frá sinni pöntun sex mínútum síðar og er því handhafi fyrsta sokkaparsins sem selt er til styrktar Mottumars. Hann er í góðum félagsskap, en forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, klæddist sokkunum fyrstur allra einungis hálfum degi fyrr. 

Vefstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðmundur Pálsson, var á vaktinni þegar sokkarnir fóru í almenna sölu í vefverslun á miðnætti 9. mars og varð því vitni að því þegar fyrsta pöntunin fór í gegn. „Mér datt strax í hug hvort við gætum hreinlega hitt fyrsta kaupandann og sagt honum í eigin persónu hversu mikilvægur stuðningurinn er fyrir Krabbameinsfélagið,“ segir Guðmundur.

Í ljós kom að Jakub er ekki að styrkja Mottumars í fyrsta sinn, heldur hefur hann verið dyggur stuðningsaðili undanfarin ár. Hann bætir líka um betur með því að vera Velunnari, einn af mánaðarlegum styrktaraðilum Krabbameinsfélagsins. Hann brást vel við fyrirspurninni og var kominn til okkar á örskotsstundu, enda staddur í Háskóla Reykjavíkur, þar sem hann er að læra byggingartæknifræði.

Jakub styrkir félagið bæði vegna þeirra sem hann þekkir til sem hafa greinst með krabbamein, en ekki síður vegna þess að „maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu.“ Jakub var leystur út með þakklætisvotti og hjartans þökkum frá Krabbameinsfélaginu. Takk, Jakub! 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?