Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 3. sep. 2018

Gefa afnot af íbúð

Hjónin Ólöf Rún Tryggvadóttir og Jón Garðar Sigurjónsson hafa afhent Krabbameinsfélagi Íslands íbúð til afnota í eitt ár án endurgjalds. 

Íbúðin er í eigu fyrirtækis hjónanna, Leiguvíkur ehf., og er í göngufæri við Landspítalann.

Félagið á átta íbúðir á Rauðarárstíg 33 í Reykjavík, sem ætlaðar eru fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur búsetta á landsbyggðinni sem þurfa tímabundið að dvelja í höfuðborginni vegna rannsókna eða krabbameinsmeðferða. Landspítalinn annast rekstur og úthlutun íbúðanna.

„Þessi stuðningur skiptir okkur miklu máli því mikil eftirspurn er eftir íbúðum og mikilvægt að geta mætt þörfum fólks af landsbyggðinni sem þarf vegna veikinda sinna að dvelja fjarri sínu heimabyggð. Þá er það líka gott að geta verið í heimilislegu umhverfi og í göngufæri við Landspítalann”. segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar sem fer með ábyrgð íbúðanna; „Þau hjón eiga hjartans þakkir skildar fyrir þetta.“

Á myndinni eru frá vinstri Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, Ólöf Rún Tryggvadóttir og Sigrún Lillie Magnúsdóttir.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?