Guðmundur Pálsson 13. apr. 2023

Fundar­boð: Aðal­fundur Krabba­meins­félags Íslands 2023

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 13. maí 2023, á 4. hæð í Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Hádegisverður fyrir aðalfundarfulltrúa verður í boði kl. 12 en aðalfundurinn hefst kl. 13.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

1.  Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
2.  Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3.  Skýrslur aðildarfélaga lagðar fram til kynningar.
4.  Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun til tveggja ára.
5.  Lagabreytingar.
6.  Stjórnarkjör.
7.  Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga, og eins til vara, til eins árs.
8.  Kosning fimm manna uppstillingarnefndar.
9.  Önnur mál.

Reykjavík 12. apríl 2023,
Valgerður Sigurðardóttir,
formaður Krabbameinsfélags Íslands




Hverju starfandi aðildarfélagi er heimilt að senda einn fulltrúa á aðalfund fyrir hverja 200 félagsmenn, eða brot úr þeim fjölda, þó aldrei fleiri en sex fulltrúa. Jafnframt hafa stjórnarmenn Krabbameinsfélags Íslands, sem ekki eru kjörnir fulltrúar síns aðildarfélags, sem og starfsmenn KÍ, seturétt á aðalfundi með málfrelsi.

Adalfundur2023-fundarbod


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?