Administrator 4. sep. 2015

Kristján Oddsson tekur við störfum forstjóra Krabbameinsfélags Íslands

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra að loknum aðalfundi félagsins næsta vor. 

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra að loknum aðalfundi félagsins næsta vor. Ragnheiður Haraldsdóttir sem hefur verið forstjóri Krabbameinsfélagsins síðustu sex ár mun framvegis helga sig verkefnum fyrir samtök norrænu krabbameinsfélaganna, Nordic Cancer Union, en hún er formaður samtakanna. Ragnheiður segir ánægjulegt að nú þegar hún lætur af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélagsins standi félagið traustum fótum bæði faglega og fjárhagslega. „Á undanförnum árum hefur okkur tekist í samvinnu við starfsfólk og velunnara félagsins að efla og treysta starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í dag er starfsemi þess þróttmikil og fer vaxandi og við finnum að almenningur ber traust til okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir.

Kristján Oddsson tók við sem yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í apríl 2013, en áður starfaði hann sem heimilislæknir víða um land og rak stofu sem kvensjúkdómalæknir. Hann vann einnig hjá Landlæknisembættinu í rúm fjögur ár, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir.

Um svipað leyti og forstjóraskipti verða hjá Krabbameinsfélaginu eru fleiri stjórnendastöður að losna hjá félaginu. Nýlega var starf markaðsstjóra félagsins auglýst og hafa á sjötta tug umsókna nú þegar borist um það starf. Þá verður starf fjármálastjóra félagsins væntanlega auglýst laust til umsóknar innan tíðar auk þess sem yfirmaður krabbameinsskrár félagsins mun á næstunni taka við stöðu yfirlæknis á Landsspítalanum og hættir þá í hlutastarfi hjá félaginu. Um leið og stjórn Krabbameinsfélagsins þakkar góðu samstarfsfólki sem senn hverfur til annarra starfa fyrir störf þeirra í þágu félagsins, hlakkar hún til að fá nýtt og öflugt fagfólk til liðs við Krabbameinsfélagið.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?