Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. ágú. 2018

Framtíðarspádómur í boði gegn áheitum

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka leita ýmissa leiða til að leggja góðu málefni lið. Anna Lóa Ólafsdóttir er ein þeirra og hún býður þeim sem heita á hana upp á spádómslestur.

Anna Lóa er námsráðgjafi hjá Virk en hún einnig rekur Hamingjuhornið, vinsæla bloggsíðu þar sem hún birtir fróðlega og innihaldsríka pistla um samskipti, persónulegar áskoranir og lífsins leyndardóma, eins og segir á Facebooksíðu Hamingjuhornsins.

Hún missti móður sína úr krabbameini árið 2006 og hét þess við andlát hennar að styðja við starfsemi Krabbameinsfélagsins með fjárframlögum og sjálfboðaliðastarfi. Hún hefur haldið fyrirlestra án endurgjalds fyrir Krabbameinsfélag Suðurnesja, Akureyrar og Krabbameinsfélag Íslands. Hún og sonur hennar, Kristinn Frans Stefánsson, ætla að taka 10 kílómetra til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Á Facebook síðu hennar segir: „Af því að ég er keppnis þá vil ég að sjálfsögðu reyna að safna sem mest fyrir þetta góða félag og því hef ég ákveðið að heita á þá sem heita á mig. Þið fáið smá spádómslestur (nota fallegu englaspilin mín en hugsa þetta til gamans fyrir ykkur) en það eina sem þið þurfið að gera (eftir að þið eruð búin að heita á mig) er að senda mér tölu frá 1-20.“

Spádómurinn verður svo sendur eins fljótt og hún annar; „En bið ykkur að hafa í huga að þegar allt verður brjálað (ég er ALLTAF bjartsýn) að þá verðið þið að vera þolinmóð. Engar áhyggjur - ég stend við mitt – tek engan séns á að reita englana til reiði," segir hún einnig á síðunni.

Hér má finna áheitasíðu Önnu Lóu og hér er áheitasíða Kristins Frans.

Myndin er skjáskot af Facebook síðu Önnu Lóu.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?