Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. júl. 2019

Framför gengur í Europa UOMO

Samtökin Framför voru nýverið tekin inn í Europa UOMO, Evrópusamtök fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Samtökin Framför eru eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, ætluð körlum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. Á ársfundi Europa UOMO sem haldinn var í Birmingham 14. og 15. júní síðastliðinn, var Framför tekin inn. Europa Uomo eru regnhlífarsamtök stuðningshreyfinga fyrir menn með blöðruhálskirtilskrabbamein í 28 Evrópulöndum og talið er að um 100.000 karlmenn sem greindir hafi verið með sjúkdóminn standi að baki hreyfingunum.

21% færri dauðsföll með PSA mælingum

Á fundinum kom fram að talið sé að í Evrópu hafi PSA mælingar dregið úr 21% dauðsfalla. Enn fremur sýna tölur að eftir að hætt var að mæla með PSA mælingum í Bandaríkjunum hafi dánarhlutfall vegna krabbameins í blöðruhálskirtli farið hækkandi í landinu. Samtökin hafa á stefnuskrá sinni að gera PSA mælingar að skyldu.

Í júnímánuði var hafin umfangsmikil könnun á vegum samtakanna um lífsgæði eftir greiningu og meðferð meðal karlmanna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtil.

Þráinn Þorvaldsson, formaður krabbameinsfélagsins Framfarar, sótti ársfundinn ásamt Óskari Einarssyni, stjórnarmanni í félaginu. 

Á myndinni er samstarfsfólk Framfarar við inngönguna; frá vinstri Stig Lindahl frá Svíþjóð, Anja Vancauwenbergh ritari samtakanna, Þráinn Þorvaldsson, Írarnir Tom Hope og John Dowling og Óskar Einarsson. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?