Guðmundur Pálsson 28. apr. 2022

Forstöðu­maður markaðs­mála og fjáröflunar Krabba­meins­félags­ins

Krabbameinsfélagið leitar að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi til að leiða markaðsmál og fjáröflun félagsins. 

Verkefnin eru mjög fjölbreytt, þau helstu: umsjón með Bleiku slaufunni og Mottumars og 19 þúsund Velunnurum félagsins, mánaðarlegum styrktaraðilum. Allt starf félagsins byggir á sjálfsaflafé og eru þetta því lykilverkefni svo félagið megi áfram vinna af krafti í glímunni við krabbamein.

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar krabbamein eru annars vegar. Markmið félagsins eru að fækka krabbameinstilvikum, að fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og styðja þá sem takast á við krabbamein og aðstandendur þeirra til betra lífs.

Starfssvið:

  • Forysta í öflugu teymi í markaðsmálum og fjáröflun
  • Þátttaka í stjórnendahópi félagsins
  • Mótun stefnu, markmiða og mælikvarða í málaflokknum
  • Ábyrgð á útfærslu og framkvæmd Bleiku slaufunnar og Mottumars, þar með talin umsjón með framleiðslu og dreifingu á söluvörum
  • Umsjón með öflun styrktaraðila og samskipta við þá
  • Ábyrgð á stjórnun vörumerkja félagsins
  • Þróun nýrra verkefna í fjáröflun
  • Samninga- og áætlanagerð

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræða
  • Haldgóð starfsreynsla af markaðsmálum
  • Góð þekking á stafrænum miðlum
  • Góð þekking og reynsla af fjáröflunar- eða sölumálum
  • Góð skipulagshæfni
  • Hæfni til að leiða teymi, lipurð í samskiptum, sköpunarkraftur og frumkvæði

Krabbameinsfélagið nýtur mikils velvilja og trausts meðal almennings og fyrirtækja í landinu.

Hjá félaginu býðst einstakt tækifæri til að vinna með mjög öflugum og metnaðarfullum hópi og láta gott af sér leiða í afar þýðingarmiklum málum. Starfið er afar fjölbreytt og gefur mikil tækifæri til að sýna metnað í starfi.

Umsóknir skal senda Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins á netfangið halla@krabb.is fyrir 16. maí. 

Halla veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?