Guðmundur Pálsson 18. maí 2018

Evrópu­dagur krabba­meins­hjúkrunar­fræð­inga 18.maí

  • Úthlutun úr Vísindasjóði 2018
    Styrkhafar Vísindasjóðs 2018 ásamt formanni stjórnar Vísindasjóðs, Sigríði Gunnarsdóttur, til hægri.

Þann 18. maí 2018 halda samtök Evrópskra krabba­meins­hjúkrunar­fræðinga (EONS) í annað sinn upp á dag krabba­meins­hjúkrunar­fræðinga í Evrópu. 

Ecnd_web_banner_1_landscape_preview

Dagur evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga er haldinn árlega. Markmiðið dagsins er að vekja athygli á störfum evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga og auka skilning á mikilvægi sérhæfðra starfa krabbameinshjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. 

Í ár leggur EONS áherslu á mikilvægi menntunar og sérhæfingar á sviði krabbameinshjúkrunar. Haustið 2017 hófst diplómanám í krabbameinshjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, en námið byggir m.a. á námskrá EONS. Um 20 hjúkrunarfræðingar hófu nám og mun námið eflaust gera þá betur í stakk búna til að veita krabbameinssjúklingum á Íslandi enn betri þjónustu og færa þeim þannig bætt lífsgæði.  

Á komandi dögum mun margt áhugavert vera á döfinni á vegum EONS og hvetur fagdeildin félgsmenn til að fylgjast með á:

Ecnd_web_banner_2_landscape_preview


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?