Ása Sigríður Þórisdóttir 3. des. 2021

Erum við að leita að þér?

  • Skógarhlíð

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur og vilt taka þátt í að bæta lífsgæði fólks með krabbamein og aðstandenda þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

Krabbameinsfélagið leitar að öflugum hjúkrunarfræðingi í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem veitir fólki með krabbamein og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins starfar í þverfaglegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra
  • Einstaklingsviðtöl
  • Námskeið og hópavinna
  • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem óska eftir því í tengslum við krabbamein
  • Vinna í þverfaglegu teymi
Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
  • Reynsla af vinnu með einstaklingum með krabbamein
  • Þjálfun og reynsla af einstaklingsviðtölum
  • Góð skipulagshæfni, hæfni til að vinna sjálfstætt og vilji til að taka frumkvæði
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun, mikil færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Gott vald á íslensku svo og þekkingu á ensku og norðurlandamáli
  • Góð almenn tölvuþekking

Um er að ræða 70 – 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. 

Umsóknir, ásamt starfsferilsskrá og prófskírteinum skal senda Þorra Snæbjörnssyni teymisstjóra, netfang: thorri@krabb.is fyrir 13. desember. Hann veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?