Ása Sigríður Þórisdóttir 24. mar. 2023

Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Gunnhildur greindist mjög ung með brjóstakrabbamein, 38 ára gömul og lést þann 17. mars sl., einungis 63 ára. Líf með illkynja sjúkdóm er stórt verkefni en það var hlutskipti Gunnhildar og fjölskyldu hennar í 25 ár.

Á þessum tíma hefur Gunnhildur verið sterk fyrirmynd og hvatning fyrir marga. Hún hefur komið fram og sagt sína sögu og sannarlega lagt sitt af mörkum, bæði til annarra í svipaðri stöðu og til vísindanna.

Þegar Gunnhildur stofnaði Göngum saman-hópinn var brotið blað. Að amerískri fyrirmynd var farið að ganga, bæði fólki til heilsubótar en líka til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameinum. Hópurinn, alltaf með Gunnhildi í fararbroddi, hefur nú styrkt krabbameinsrannsóknir hér á landi, ekki síst unga vísindamenn, um 120 milljónir. Markmið Gunnhildar var alveg skýrt, lækningu við brjóstakrabbameini skyldi finna.

Samstarf Göngum saman og Krabbameinsfélagsins var alltaf með ágætum og Gunnhildur lagði Krabbameinsfélaginu lið á margan hátt í gegnum tíðina, síðast í stuttu myndbandi þar sem hún tók undir mikilvægi þess að aðstaða sjúklinga í lyfjameðferð á Landspítala yrði bætt.

Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?