Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 5. mar. 2018

Einangrun karla með krabbamein

Einn af hverjum 5 karlmönnum yfir 50 ára aldri er tilfinningalega einangraður og yfirgnæfandi meirihluti hinna, sem hafa einhvern til að deila erfiðum tilfinningum með, deilir þeim aðeins með maka sínum. 

Séu karlmenn ekki í föstu sambandi eru 70% þeirra algerlega tilfinningalega einangraðir. Rannsóknir sýna að þessar tölur gilda um karlmenn almennt, einnig þá sem glíma við krabbamein. 

Karlar með krabbamein nýta síður en konur þann sálfélagslega stuðning sem býðst á sjúkrastofnunum. Þeir treysta aðallega á þann stuðning sem þeir fá frá maka sínum þegar þeir standa frammi fyrir erfiðleikum eða eru undir álagi. Það getur valdið viðbótarálagi hjá makanum, sem þarf bæði að styðja karlinn og glíma við eigin áhyggjur. 

Á síðari árum hafa rannsóknir sýnt að námskeið virðast höfða betur til karlmanna en tilboð um stuðning. Framsetning skiptir máli. Klínísk reynsla sýnir hins vegar að karlmenn sem taka þátt í slíkum námskeiðum taka sálfélagslegum stuðningi vel. Þá skiptir meginmáli að fagaðilinn hafi lag á því að bjóða upp á slíkt samtal, án þess að þröngva því upp á viðkomandi eða ganga of nærri honum. 

Eitt af verkefnum Mottumarsátaksins í ár er að þróa karlagátt, vefsíðuna „Karlaklefann“ sem mætir þörfum karla á karllægan hátt. Þar verður meðal annars aðgangur að fræðsluefni fyrir karla, greiningarpróf varðandi ákvörðunartöku um skimun og meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli og vettvangur til að kynna starfsemi hópa. Þar verður einnig hægt að bóka tíma á námskeið og í ráðgjöf hjá fagfólki Krabbameinsfélagsins auk upplýsinga um einkenni, meðferðir og afleiðingar þeirra, um réttindamál og aðferðir sem reynst hafa vel. 

Með því að kaupa Mottumarssokka til styrktar átakinu sýnir þú körlum stuðning í verki og stuðlar að því að Karlaklefinn verði opnaður sem fyrst og veiti karlmönnum upplýsingar og fræðslu um krabbamein sem sérsniðin er að þeirra þörfum.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er opin virka daga og ráðgjöf í síma veitt í símanúmer 800 4040 virka daga frá kl 13-15. Nánari upplýsingar er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?