Björn Teitsson 22. feb. 2021

Dregur úr áhættudrykkju

  • Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.27

Nokkuð hefur dregið úr óhóflegri neyslu áfengis, eða það sem hefur verið skilgreint sem áhættudrykkja. Enn eru þó fjölmargir Íslendingar sem drekka áfengi í hverri viku en áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur. 


Áfengisneysla í óhóflegu magni, sem kölluð er áhættudrykkja, dróst saman meðal Íslendinga á árinu 2020 sé miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, Fréttabréfi um heilbrigðisupplýsingar, sem er gefinn út af Embætti Landlæknis. Verða það að teljast jákvæðar fréttir. Þar kemur einnig í ljós að rúmlega 4 af hverjum 5 fullorðnum Íslendingum sögðust hafa drukkið áfengi árið 2020 og rúmlega þriðjungur sagðist hafa drukkið áfengi í hverri viku sem er heldur hátt hlutfall.

Í Talnabrunni var skoðuð svokölluð áhættudrykkja, en þar segir:

Áhættustig eru reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju og nær kvarðinn frá 0 til 12. Karlmenn sem skora á bilinu 6–12 áhættustig teljast þannig vera með skaðlegt neyslumynstur en sama viðmið fyrir konur eru 5–12 áhættustig. Notkun á þessum mælikvarða veitir betri sýn á skaðlegt neyslumynstur heldur en þegar hver spurning er notuð ein og sér. Árið 2019 féllu um 27% karla og 23% kvenna undir þá skilgreiningu að vera með áhættusamt neyslumynstur en árið 2020 var hlutfallið hjá körlum um 24% og um 20% meðal kvenna. Sé þetta hlutfall heimfært upp á þjóðina alla má gera ráð fyrir að körlum með skaðlegt neyslumynstur hafi fækkað um 3 þúsund milli áranna 2019 og 2020 eða farið úr 32 þúsund niður í 29 þúsund og hjá konum um 4 þúsund eða úr 28 þúsund niður í 24 þúsund.

Í könnuninni var einnig spurt sérstaklega hvort Covid-19 faraldurinn hafi átt þátt í breytingum á áfengisneyslu í mars og apríl á árinu 2020 þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst. Í ljós kom að 56% svarenda hafði ekki gert breytingar á sínu neyslumynstri.

Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.16

Að öðru leyti hefur áfengisneysla sem áhættudrykkja dregist saman miðað við árið 2019 og umtalsvert sé miðað við árið 2018. Það gildir um karla og konur í öllum aldurshópum nema hjá konum á aldrinum 35 til 54 ára en þar hefur neyslan farið lítillega upp á við, sé miðað við konur sem svara því játandi að hafa verið ölvaðar einu sinni eða oftar undanfarinn mánuð. Sömuleiðis hefur neyslan staðið í stað hjá konum eldri en 55 ára. Sjá Talnabrunn hér


Screen-Shot-2021-02-22-at-10.07.27


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?