Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 31. okt. 2019

Dregið í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins

  • Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, tilkynnti um vinninginn, en Misty Austfjörð dró út verðlaunahafann.

Í dag hlaut ein heppin vinkona veglegan vinning frá Bláa Lóninu fyrir sex. Sú heppna er Bergljót Inga Kvaran.

Fegurðardrottningin Misty Austfjord dró í verðlaunapotti Vinklúbbsins og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, tilkynnti um hina heppnu vinkonu sem hlýtur dekur í Retreat Spa í Bláa Lóninu fyrir sex og óvissuferð á Lava Restaurant.

Alls skráðu 4.402 vinkonur sig í Vinkonuklúbb Krabbameinsfélagsins , en tilgangur hans er að fá konur til að gerast liðsmenn félagsins í baráttunni gegn krabbameinum og þiggja boð um hagnýtan fróðleik og upplýsingar um viðburði sem félagið hvetur þær til að deila með öðrum. 

„Við óskum Bergjótu innilega til hamingju með vinninginn og þökkum henni, og öllum öðrum vinkonum sem skráðu sig í klúbbinn innilega fyrir þátttökuna. Það er einstaklega gleðilegt að sjá Vinkonuklúbburinn stækka frá því í fyrra,“ segir Halla, en alls skráðu 4.402 konur sig tí klúbbinn í ár og á síðasta ári skráðu rúmlega þrjú þúsund vinkonuhópar sig til leiks.

„Og þótt það sé búið að draga í vinkonuleiknum, er enn er hægt að skrá sig í klúbbinn,“ segir Halla. 

Í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins í ár er lögð áhersla á að stuðningur skipti máli, enda eru einkennisorð Bleiku slaufunnar í ár „Mundu að þú ert ekki ein.“

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?