Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. okt. 2020

Búið að endurskoða öll sýni

Endurskoðun sýna í kjölfar alvarlegs atviks á Leitarstöð er lokið. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950.

Í 209 tilfellum var ákveðið að kalla konur inn til frekari skoðunar, eða í 4,2% tilfella. Endanleg niðurstaða þeirra skoðana mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Upphaf málsins má rekja til alvarlegs atviks á Leitarstöð árið 2018 sem upp kom í sumar. Atvikið var þá tilkynnt til Embættis landlæknis og ráðist í að endurskoða fjölda sýna þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. 

Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. 

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að skimun fyrir leghálskrabbameini veitir ekki fullkomna vernd gegn krabbameinum. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á að krabbamein geti myndast. Hins vegar má fækka dauðsföllum af völdum leghálsskimana um 90% með reglubundinni skimun. Þátttaka í skimun er því afar mikilvæg. Frekari upplýsingar um ávinning og áhættu af skimunum má sjá hér

Bólusetning unglingsstúlkna gegn leghálskrabbameini hófst á Íslandi árið 2011 og fyrsta árgangi bólusettra stúlkna verður boðið í skimun árið 2021. Bólusetningin getur komið í veg fyrir 75% tilfella ef hún er gefin nægilega snemma.

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?