Ása Sigríður Þórisdóttir 27. sep. 2023

Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lovísa er gullsmíðameistari og hóf rekstur undir eigin vörumerki, by lovisa , árið 2013. Lovísa sækir áhrif sín úr hversdagslífinu þar sem tvinnast saman sígild hönnun og nýjustu straumar. Litir, hráefni og form veita henni innblástur fyrir þær fjölbreyttu skartgripalínur sem hún hannar og smíðar.

Unnur Eir er gullsmíðameistari hjá Meba og hannar undir eigin merki, EIR eftir Unni Eir . Rétt eins og Lovísa sækir Unnur Eir innblástur í daglegt líf og nefnir einnig börnin og fjölskylduna sem mikilvægan innblástur. Unnur Eir segir bestu hugmyndirnar gjarnan koma á ferðalögum um landið.


https://www.youtube.com/watch?v=V1-mWWB3MCI

Hönnun slaufunnar er innblásin af samstöðu og minnir okkur á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Við erum öll ólík, en þegar erfiðleikar steðja að komum við saman og myndum eina heild. Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins.

„Ófá kvöld fóru í að spá og spekúlera. Við vildum hafa hana fágaða og fínlega, en umfram allt BLEIKA til að tákna samstöðuna í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.“

Bleikaslaufan_Clean_Saman

Undanfarin ár hafa verið gerðar tvær útgáfur af Bleiku slaufunni; almenna slaufan sem í ár er næla og Sparislaufan sem er hálsmen úr gullhúðuðu silfri með bleikum zirkon steinum.

  • Bleika slaufan 2023 verður í sölu frá 29. september til 23. október í vefverslun Krabbameinsfélagsins, í Mebu skartgripaverslun í Kringlunni og Smáralind, í verslun by lovisa að Vinastræti 16 í Garðabæ og hjá hátt í 400 söluaðilum um land allt.





Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?