Ása Sigríður Þórisdóttir 28. sep. 2022

Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Þau bera mikla virðingu fyrir þessu verkefni og finnst mikill heiður að vera treyst fyrir hönnun slaufunnar. Slaufan er fléttuð úr þráðum, hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. 

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum og er einstaklega falleg. Helga og Orri hófu samstarf sitt árið 2012 og hafa síðan hannað og smíðað undir nafninu Orrifinn Skartgripir. Þau reka verslun og verkstæði að Skólavörðustíg 43 þar sem þau selja skartgripalínur sínar. Helga er sjálf með BRCA genið og er því mjög mikið með hugann við þennan málstað. Þau bera mikla virðingu fyrir þessu verkefni og finnst mikill heiður að vera treyst fyrir hönnun slaufunnar.

Bleika slaufan 2022„Það var algjör hugljómun að vinna Bleiku slaufuna eins og hún væri hluti af Fléttu skartgripalínunni okkar. Merking Fléttu talar tungumál Bleiku slaufunnar fullkomlega, hún stendur fyrir umhyggju og vináttu. Slaufan er fléttuð úr þráðum, hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. Við erum sterkust saman eins og átak Bleiku slaufunnar hefur sýnt" segir Helga. 

  • Myndband um gerð Bleiku slaufunnar.

https://www.youtube.com/watch?v=2_P--AKL4GQ

  • Hér má sjá mynd af Sparislaufunni sem kemur í takmörkuðu upplagi og Bleiku slafunni. 

Bleika-smartland-02

 

  • Bleika slaufan 2022 verður í sölu frá 30. september til 20. október í vefverslun Krabbameinsfélagsins, í verslun Orrafinn á Skólavörðustíg 43 og hjá söluaðilum um land allt.

Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?