Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. sep. 2016

Fjáröflun Bleiku slaufunnar 2016 rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjósta­krabbameins­leit

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Margt jákvætt hefur áunnist og geta nú 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa lengur en 5 ár sem er mjög góður árangur á heimsvísu

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Margt jákvætt hefur áunnist og geta nú 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa lengur en 5 ár sem er mjög góður árangur á heimsvísu. Við fögnum því að um 3.000 konur eru á lífi í dag sem greinst hafa með brjóstakrabbamein en því miður missum við um 40 konur á ári úr sjúkdómnum.

Mikilvægasta leiðin til að fjölga konum sem lifa sjúkdóminn af er skipuleg leit að brjóstakrabbameini sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40-69 ára. Með röntgenmynd af brjóstum er hægt að finna mein á byrjunarstigi og er slík leit talin lækka dánartíðni um allt að 40% af völdum sjúkdómsins.

Fjáröflun Bleiku slaufunnar í ár rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjósta­krabbameinsleit

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Ávinningur af endurnýjuðum tækjabúnaði er margþættur og má þar nefna minni geislun og minni óþægindi við myndatökur, aukið öryggi við greiningar og hagræði vegna lægri bilanatíðni og sparnaði við viðhald tækja. Einnig er fyrirhugað að taka í notkun nýtt boðunarkerfi vegna brjóstakrabbameinsskoðunar sem talið er að muni fjölga þeim konum sem koma reglulega í skoðun. Hvert tæki kostar að lágmarki 30 miljónir króna.

Nú þegar hafa safnast um 5,2 milljónir króna til verkefnisins en öll áheit sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu renna til tækjakaupanna. Að auki söfnuðu bændur, dreifingaraðilar og framleiðendur heyrúlluplasts 900 þúsund krónum með sölu á bleiku heyrúlluplasti sem einnig gengur til verkefnisins.

Um leið og við þökkum þann víðtæka stuðning og hlýhug sem félagið fær í öllum sínum verkefnum þá óskum við eftir stuðningi almennings og fyrirtækja við fjáröflunarverkefni Bleiku slaufunnar í ár.

Kveðja, Starfsfólk Krabbameinsfélagsins 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?