Laufey Tryggvadóttir framkv.stj. Krabbameinsskráar 7. feb. 2017

Baráttan gegn krabba­meinum ber árangur

Nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina lækka

Í stað stöðugrar hækkunar eins og áður var, hafa líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein lækkað síðustu árin og sama gildir um dánartíðni á hverja 100.000 íbúa.

ArlegtMyndin sýnir breytingar á nýgengi og dánartíðni fyrir öll krabbamein saman, skipt eftir kynjum. Með aldursstöðlun hefur verið leiðrétt fyrir breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og eru tölurnar sýndar sem fimm ára hlaupandi meðaltöl.

Orsakir þessarar jákvæðu þróunar eru margvíslegar og má þar nefna forvarnir gegn reykingum, heilsusamlegra mataræði, skipulega leit að krabbameinum á byrjunarstigum og miklar framfarir í meðferð krabbameinssjúklinga. 

Vegna hækkandi meðalaldurs og fólksfjölgunar fjölgar einstaklingum sem greinast

Nú greinast árlega um 1.500 manns með krabbamein, en spáð er að eftir 15 ár muni greinast árlega um 400 manns til viðbótar, sem er hátt í 30% aukning.

Því mun álagið á heilbrigðiskerfið vegna krabbameina aukast jafnt og þétt þrátt fyrir að líkur hvers einstaklings á að fá krabbamein séu farnar að lækka. Ástæðan er fjölgun Íslendinga og hækkandi meðalaldur, en líkur á að fá krabbamein aukast með aldrinum.

Arlegurfjoldinyrratilfella

Horfur batna stöðugt

Í árslok 2015 voru á lífi tæplega fjórtánþúsund einstaklingar sem greinst höfðu með krabbamein; um 6.200 karlar og 7.800 konur.

Fyrir fimmtíu árum létust 50%-70% nýgreindra einstaklinga innan fimm ára en nú lifa tveir af hverjum þremur í að minnsta kosti fimm ár og meiri hlutinn læknast. Enn eru horfur að batna, t.d. hækkaði hlutfall þeirra sem lifðu eftir að hafa greinst með krabbamein um 13 prósentustig hjá konum og 15 prósentustig hjá körlum á síðustu fimmtán árum.

Hlutfall

Helstu krabbamein, árlegur meðaltalsfjöldi síðustu fimm ár

 Konur Fjöldi 
 Brjóstakrabbamein 208
 Lungnakrabbamein 93
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 72 
 Húðmein, önnur en sortuæxli 49
 Krabbamein í legi 33

 

 Karlar Fjöldi 
 Blöðruhálskirtilskrabbamein 208
 Krabbamein í ristli og endaþarmi 83
 Lungnakrabbamein 82
 Krabbamein í þvagvegum og þvagblöðru 63
 Húðmein, önnur en sortuæxli 52

Nánari upplýsingar veitir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands í síma 690 3766 (laufeyt@krabb.is).


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?