Björn Teitsson 2. feb. 2021

Aurum styrkir Bleiku slaufuna um 3,6 milljónir króna

  • Aurum-afhending-a-styrk

Ágóði af sölu Bleiku slaufunnar úr gulli og silfri rennur í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins. Sjóðurinn hefur veitt 227 milljónum í krabbameinsrannsóknir á Íslandi á undanförnum fjórum árum.

Hjónin Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður í Aurum og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum afhentu í dag ágóða sölu á sparislaufum Bleiku slaufunnar. Ágóðinn nam 3.597.450 kr og seldust bæði gull- og silfurslaufurnar upp enn eitt árið enda einstaklega fallegir skartgripir til styrktar mikilvægu málefni. Allur ágóði rennur til krabbameinsrannsókna á Íslandi.

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna-og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins, veitti þessari glæsilegu gjöf viðtöku. „Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum stundað rannsóknir í næstum 70 ár og vitum að rannsóknir eru forsenda þess að framfarir verði. Rannsóknir kosta mikið og því erum við afar þakklát fyrir þennan góða stuðning frá Aurum annað árið í röð.“

Laufey tók á móti styrknum ásamt Birnu Þórisdóttur, sérfræðingi í fræðslu og forvörnum og starfsmanni Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins. „Við minnum á að umsóknarfrestur um styrki í Vísindasjóðinn rennur út 2. mars og hvetjum við áhugasama um að kynna sér tilgang sjóðsins og úthlutunarreglur. Með stuðningi frábærra styrktaraðila eins og Guðbjargar og Karls í Aurum hefur sjóðurinn getað styrkt 30 rannsóknir fyrir alls 227 milljónir síðastliðin 4 ár.“

Krabbameinsfélagið þakkar Aurum innilega fyrir stuðninginn.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?