Ása Sigríður Þórisdóttir 18. jún. 2020

Tímamót í þjónustu á Austurlandi

  • Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Tímamót verða í þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra á Austurlandi þegar sérstakur ráðgjafi á vegum Krabbameinsfélags Íslands tekur til starfa í fjórðungnum. Formleg undirritun samningsins hefur tafist vegna Covid-19 en í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) samninginn.

Guðjón Hauksson, forstjóri HSA, sagðist fagna því mjög að Krabbameinsfélagið hafi komið að máli við Heilbrigðisstofnunina um þetta mikilvæga og þarfa samstarfsverkefni.

Margrét Helga Ívarsdótti, starfsmaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á Austurlandi, mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Heilbrigðisstofnun Austurlands útvegar aðstöðu fyrir starfsmanninn enda afar brýnt að mikil og góð tengsl séu á milli starfsmannsins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sinna heilbrigðishluta meðferðar þeirra sem greinst hafa.

„Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem greinast með krabbamein eigi jafnan aðgang að þjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Það er í auknum mæli verið að veita krabbameinsmeðferðir á Austurlandi og því vill Krabbameinsfélagið leggja sitt af mörkum til að tryggja að svipuð þjónusta verði til staðar þar og í Reykjavík og á Akureyri,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Boðið verður upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.09-16 í síma 831 1655. Einnig er hægt að bóka viðtöl og senda fyrirspurnir á austur@krabb.is

 

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?