Ása Sigríður Þórisdóttir 31. mar. 2020

Stórt framfaraskref í þjónustu við krabba­meins­sjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

  • Landspítalinn Hraingbraut. Skjáskot af vef spítalans.

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður boðið upp á símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Í ljósi Covid-19 faraldurs sem nú geisar hefur starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga ákveðið að bregðast við með því að auka þjónustu við þá einstaklinga sem eru í meðferð á deildinni og bjóða upp á símaþjónustu og ráðgjöf í framhaldi af opnunartíma deildarinnar alla virka daga frá kl.16:00 og 22:00.

Um er að ræða símaráðgjöf fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf um bráð einkenni sem geta komið upp tengt krabbameinsmeðferð og/eða aukaverkunum tengdum henni og geta ekki beðið til næsta dags.

Um er að ræða viðbót við þá þjónustu sem hingað til hefur verið í boði fyrir fólk í krabbameinsmeðferð á Landspítala og er vonast til að með þessu megi tryggja ráðgjöf og skjótari meðferð einkenna þannig að sjúklingar upplifi öryggi varðandi aðgengi að þjónustu spítalans. Ef þörf er á frekara mati verður fólki boðið að koma í skoðun á göngudeild daginn eftir eða vísað á bráðamóttöku ef um alvarleg veikindi er að ræða sem þola ekki bið.

“Krabbameinsfélagið fagnar þessari auknu þjónustu sem sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala er nú boðið upp á. Í fyrravor sagði félagið fréttir af því að spítalinn hygðist bjóða upp á viðlíka þjónustu sem gat því miður ekki orðið af. Hér er um mjög stórt framfaraskref að ræða sem vonandi verður ekki bara tímabundið heldur áfram, eftir að Covid-19 faraldurinn gengur yfir”, segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

  • Símaráðgjöfin verður í boði alla virka daga milli klukkan 16:00 og 22:00. Hringt er í skiptiborð spítalans í síma 543 1000 sem kemur erindinu áfram til vakthafandi hjúkrunarfræðings.

Krabbameinsfélagið fagnar viðbrögðum Landspítala og minnir á að stöðugt þarf að vera vakandi fyrir þörfum einstaklinga sem greinast með krabbamein og hvernig hægt sé að mæta þeim á faglegan og árangursríkan hátt.

Krabbameinsfélag Íslands á í góðu samstarfi við starfsfólk Landspítala sem leggur sig fram um að vinna að úrbótum.

  •  Frétt uppfærð 23. október 2020.

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?