Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. apr. 2020

Aukin þjónusta Krabbameinsfélagsins á Austurlandi

Krabbameinsfélagið hefur ráðið Margréti Helgu Ívarsdóttur, lækni, til starfa á Austurlandi í samvinnu við aðildarfélög sín á svæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Fljótsdalshérað. 

Margrét Helga mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

Ráðgjöf og stuðningur hefur lengi verið í boði hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík en markmiðið er að bjóða upp á sambærilega þjónustu um allt land. Slík þjónusta er þegar í boði á Akureyri og að hluta til á Selfossi.

„Nú er komið að heimabyggð Austfirðinga því við vitum hve miklu það skiptir að geta fengið þjónustu án þess að þurfa að fara um langan veg. Krabbameinsmeðferð er í auknum mæli veitt fyrir austan og félaginu þykir eðlilegt að taka þátt í að styrkja umhverfi þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra á Austurlandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Í Bleiku slaufunni árið 2017 var lögð áhersla á ráðgjöf og stuðning um allt land en afrakstur söfnunarinnar það árið rann til ráðgjafarþjónustunar. Félagið reiðir sig alfarið á stuðning almennings og framlög Velunnara auk þess sem vegleg erfðagjöf frá íbúa á Austurlandi gerir félaginu þetta mögulegt.

„Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni og afar spennandi að geta boðið íbúum Austurlands upp á ráðgjöf og stuðning í sinni heimabyggð. Ég hlakka til að geta þróað starfið í samráði við íbúa, heilbrigðisstarfsfólk og félögin okkar á svæðinu og hvet fólk til að hafa samband með hugmyndir sem geta bætt þjónustuna,“​ segir Margrét Helga.

Í ljósi aðstæðna verður starfsemi takmörkuð til að byrja með, til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar samkvæmt ráðleggingum Almannavarna og einungis boðið upp á símaráðgjöf í síma 831-1655 milli kl. 9 og 16 en einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti á austur@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?