Birna Þórisdóttir 17. apr. 2019

Aukin notkun neftóbaks er áhyggjuefni

Krabbameinsfélagið lýsir yfir þungum áhyggjum af fréttum þess efnis að sala og notkun á neftóbaki sé að aukast. Tóbaksnotkun, hvort sem er sígarettureykingar eða notkun á reyklausu tóbaki svo sem neftóbaki, veldur miklum skaða og er ein helsta orsök krabbameina sem hægt væri að koma í veg fyrir. 

Það er aldrei sniðugt að byrja að nota tóbak og alltaf klár ávinningur af því að hætta tóbaksnotkun, sama hversu langt er síðan maður byrjaði eða hvað maður er gamall.

Eru skaðleg efni í neftóbaki?

Já. Reykingar eru hættulegasta form tóbaksnotkunar en það er mikilvægt að átta sig á því að það er engin skaðlaus leið til að nota tóbak. Í neftóbaki og öðru reyklausu tóbaki eru að minnsta kosti 30 efni sem eru þekktir krabbameinsvaldar (1).

Sumir krabbameinsvaldar eru náttúruleg innihaldsefni tóbaksplöntunnar sjálfrar og aðrir myndast við framleiðsluferlið. Samfelld tóbaksnotkun veldur því að fólk er stöðugt útsett fyrir krabbameinsvaldandi efnum sem eykur líkur á krabbameinum.

Veldur neftóbak sjúkdómum?

Já. Reyklaust tóbak eykur líkurnar á krabbameini í munni, vélinda og brisi (1), auk þess að skaða slímhimnur (til dæmis í nefi og munni) og auka líkur á hjartasjúkdómum.

Vantar þig aðstoð við að hætta að nota neftóbak?

Reyksíminn veitir símaþjónustu fyrir fólk sem vill minnka eða hætta tóbaksnotkun. Hægt er að hringja í síma 800-6030 eða senda tölvupóst á netfangið 8006030@hsn.is.

Einnig er hægt að leita aðstoðar á heilsugæslustöðvum.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi síðum:

1. International Agency for Research on Cancer. Smokeless Tobacco and Some Tobacco-Specific N-Nitrosamines.

Um tóbak á vef Krabbameinsfélagsins

Um neftóbak á vef danska krabbameinsfélagins

Um reyklaust tóbak á vef National Cancer Institute (USA)


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?