Jónas Ragnarsson 4. feb. 2017

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands

  • Krabbameinsfélagið

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna er sérstaklega tekið fram að hluti styrkveitinga úr sjóðnum skal vera til að styðja við rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna.

Stofnfé Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er 250 milljónir króna og í samræmi við ákvæði í stofnskrá sjóðsins mun stjórn sjóðsins úthluta allt að 100 milljónum króna til vísindarannsókna og annarra verkefna á næstu þremur árum. Stjórn sjóðsins mun veita styrki til smærri verkefna og rannsókna en einnig til umfangsmeiri vísindarannsókna. Hámarksupphæð styrks til viðameiri vísindarannsókna er 10 milljónir króna á ári.


Umsóknareyðublað, stofnskrá, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar um Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands, á slóðinni krabb.is/visindasjodur. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 1. mars nk. kl. 16:00 og skal senda umsóknir rafrænt á netfangið visindasjodur@krabb.is . Umsóknir um styrki vegna vísindarannsókna verða sendar Vísindaráði Krabbameinsfélags Íslands til skoðunar, sem fer yfir allar umsóknir og veitir stjórn sjóðsins umsögn um þær, eins og nánar er fjallað um í úthlutunarreglum sjóðsins. Umsóknum um styrki vegna aðhlynningar krabbameinssjúkra barna skal skila á sama umsóknareyðublaði og fylltir út þeir reitir sem við eiga. Úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun maí nk. á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands.

Reykjavík, 4. febrúar 2017
Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?