Sigurlaug Gissurardóttir 7. des. 2016

Átak í fræðslu um krabbameinsleit kvenna af erlendum uppruna

Í dag miðvikudaginn 7. desember hefst átak á vegum Krabbameinsfélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) til að kynna krabbameinsleit fyrir konum af erlendum uppruna. Í átakinu felst dreifing á veggspjaldi með upplýsingum um leitina á fimm algengustu tungumálum sem töluð eru í landinu: íslenska, enska, pólska, rússneska og tælenska.

Að sögn Láru G. Sigurðardóttur, læknis og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, er víða í heiminum sem ekki er boðið upp á skipulagða krabbameinsleit eða að þátttaka er dræm. Því er hætta á að konur af erlendum uppruna sem hingað flytji þekki ekki til þessarar tegundar heilsuverndar né þess mikla ávinnings sem hún skilar.

Við óttumst að konur af erlendum uppruna leiti síður til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins en þær íslensku einmitt af þeim sökum og teljum því mikilvægt að auka vitund þeirra um mikilvægi þess að mæta í skoðun þegar þær fá boð um að bóka tíma.

KRA_VEF_828x315_velkomin_1216_OK

Allar konur á aldrinum 23 til 65 ára fá boð um að mæta í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti og 40 til 69 ára konur fá boð á tveggja ára fresti um að mæta í leit að brjóstakrabbameini. Innan sjávarútvegsfyrirtækja starfar mikill fjöldi kvenna af erlendum uppruna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir að samtökin hafi viljað leita leiða til að koma upplýsingum áleiðis til þeirra kvenna sem starfa hjá fyrirtækjum innan samtakanna. „Það er þó ekki hlaupið að því enda eru fiskvinnslur fjölþjóðlegir vinnustaðir og þar að auki dreifðar  um landið. Við ræddum við Krabbameinsfélagið um hvernig best væri að miðla þessum mikilvægu upplýsingum sem geta svo sannarlega verið lífsnauðsynlegar,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Samhliða dreifingu á veggspjaldinu til heilsugæslustöðva og vinnustaða verður vakin athygli á leitarstarfinu með auglýsingum á erlendum tungumálum á Facebook. Þjónustuskrifstofur Krabbameinsfélagsins um land allt taka þátt í dreifingu plakatsins. 

Þeir sem vilja nálgast veggspjald geta sent beiðni á krabb@krabb.is eða til þjónustuskrifstofa Krabbameinsfélagins út á landi sem finna má hér á www.krabb.is.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?