Guðmundur Pálsson 23. nóv. 2017

asa iceland safnaði 1.750.000 kr. fyrir Bleiku slaufuna

Allur ágóði af silfurhálsmeni Bleiku slaufunnar sem var til sölu hjá gullsmiðum rann til stuðnings Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem afhent var á 10 ára afmæli Ráðgjafarþjónustunnar í Skógarhlíð 8.

Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland afhenti í gær veglegan styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakstur sölu á 200 silfurhálsmenum Bleiku slaufunnar í ár. Silfurhálsmenið var til sölu hjá asa iceland, Meba, og um 20 gullsmiðum um land allt auk Krabbameinsfélaginu. Hálsmenið seldist upp á örfáum dögum en það var framleitt í takmörkuðu upplagi.

Í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða hefur salan á silfurslaufum frá upphafi skilað hátt í 9 milljónum króna til átaksins. Þetta er í sjötta skiptið sem Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða taka höndum saman um samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar en sú hefð sem hefur skapast með samstarfinu er einstök á heimsvísu.

Ása sigurvegari samkeppninnar

Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði slaufuna í ár eftir sigur í samkeppninni. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um land og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

 „Það er mér mikil ánægja að geta lagt mitt af mörkum til að styðja við þá mikilvægu þjónustu sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds þeim sem greinast með krabbamein. Við hönnunina hafði ég að leiðarljósi táknmyndina um hlýju og umhyggju sem sveipar þann sem ber slaufuna. Í formi hennar er einnig dropasteinn fyrir dropann sem „breytir veig heillar skálar“ eins og segir í kvæðinu. Verkefnið var bæði afar skemmtilegt og krefjandi”, segir Ása.

Styrkurinn ásamt annarri fjáröflun Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem fagnar nú 10 ára afmæli. Þar er veitt þjónusta hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðings alla virka daga án endurgjalds. Í boði eru viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun, fyrirlestrar og starfsemi stuðningshópa félagsins.  Einnig er fjöldi námskeiða og viðburða í boði sem mæta þörfum þeirra sem til Ráðgjafarþjónustunnar leita.

„Við þökkum Ásu fyrir einstaklega gott og gefandi samstarf og þökkum fyrir alla þá vinnu sem hún hefur lagt af mörkum endurgjaldslaust við hönnun og framleiðslu slaufunnar í ár,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?