Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 9. mar. 2017

asa iceland hannar Bleiku slaufuna 2017

Sigurvegari í samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar 2017 er asa iceland en Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður og hönnuður hannaði slaufuna. Skartgripir asa iceland eru seldir í skartgripaverslunum víða um Ísland og eru þekktir fyrir stílhreina og vandaða hönnun.

Ása hefur víðtæka reynslu í hönnun og smíði skartgripa og hefur starfað sem hönnuður á Íslandi, Finnlandi og í S-Kóreu. Ása lauk MA-prófi í iðnhönnun við University of Art and Design (UIAH) í Helsinki og BA-prófi í gull- og silfursmíðum frá Lahti Design Institute í Finnlandi. Í Finnlandi starfaði hún með námi sem gullsmiður hjá stærsta skartgripafyrirtæki Finnlands, Kalevala Jewelry. Eftir nám kenndi hún skartgripahönnun við UIAH. Síðar rak hún vinnustofu í Helsinki.

Samkeppnin fór nú fram í sjötta sinn í samstarfi Krabbameinsfélags Íslands og Félags íslenskra gullsmiða. Í ár bárust níu tillögur sem afar erfitt var að velja úr enda allar mjög metnaðarfullar. Við þökkum öllum þeim gullsmiðum sem sendu inn tillögur að Bleiku slaufunni í ár.

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum afar ánægð með samstarfið við Félag íslenskra gullsmiða og hlökkum til að þróa það áfram.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?