Ása Sigríður Þórisdóttir 1. feb. 2021

Alþjóðadagur gegn krabbameinum #1 Forvarnir

Þann 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Tilgangur dagsins er að hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferða gegn krabbameinum. Slagorð dagsins er „Ég er... og ég ætla...“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið í baráttunni gegn krabbameinum.

Það er ekki hægt að segja til um hvers vegna einstaklingar fá krabbamein. Hins vegar er vitað að hægt er að koma í veg fyrir 30-50% krabbameina með heilbrigðum lífsháttum.

Stærstu þættirnir eru að:

  • forðast tóbak, áfengi og að brenna í sólinni eða ljósabekkjum
  • hreyfa sig reglulega
  • borða hollt og fjölbreytt í hæfilegu magni
  • reyna að halda þyngdaraukningu í skefjum
  • stúlkur þiggi boð í HPV-bólusetningu og konur þiggi boð í skimun

Sjá fleiri leiðir til að minnka líkur á krabbameinum.

 Það þarf ekki að gera allt 100% rétt til að hafa áhrif og því ættu allir að geta tekið skref í rétta átt.

 Ég er foreldri og ég ætla að vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín. Hvað ætlar þú að gera?

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þig:

  • „Ég er xxx og ég ætla að sleppa áfengi um helgina.“
  • „Ég er xxx og ég ætla að fara í göngutúr eftir vinnu.“
  • „Ég er xxx og ég ætla að fá mér auka skammt af grænmeti með kvöldmatnum.“
  • „Ég er xxx og ég ætla að klappa mér á bakið því það eru 20 ár síðan ég hætti að reykja.“ 

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?