Sigurlaug Gissurardóttir 30. maí 2016

Alþjóðadagur gegn tóbaki 31. maí 2016. - Búið ykkur undir einsleitar umbúðir

Meira en 37 000 einstaklingar á Norðurlöndunum deyja á ári af völdum sjúkdóma sem rekja má til tóbaks.

Árlega látast 37 800 einstaklingar á Norðurlöndunum af völdum sjúkdóma sem rekja má til tóbaksnotkunar og á heimsvísu deyja sex milljónir manna (1)  og margir þeirra deyja af völdum krabbameins. 

Í dag, á alþjóðadegi gegn tóbaki, setja norrænu krabbameinsfélögin fram sameiginlegt markmið um að  koma í veg fyrir að unglingar ánetjist tóbaki. Norrænu krabbameinsfélögin kalla eftir innleiðingu á einsleitum umbúðum á öllum Norðurlöndunum.

Af hverju einsleitar umbúðir?

Með einsleitum umbúðum er sjónum beint að unglingum því alþjóðlegar rannsóknir sýna öfugt samband milli einsleitra umbúða og algengi sígarettureykinga. Einsleitar umbúðir felast í því að vörumerki framleiðanda verði afmáð af pakkningum tóbaks og þær hafðar í einum lit og letur staðlað. Ástralía varð fyrsta landið árið 2013 til að innleiða einsleitar umbúðir, og þeir hafa sannað að einsleitar umbúðir bera árangur (2).

Sýnt hefur verið fram á með alþjóðlegum rannsóknum að einsleitar umbúðir hafa marga kosti:

  • Þær eru taldar minna aðlaðandi, sérstaklega meðal ungs fólks.
  • Þær eru álitnar vera verri að gæðum og bragði.
  • Með þessu móti er hægt að gera varúðarmerkingar meira áberandi.
  • Þær gera tóbak minna áberandi á almennum vettvangi.
  • Þær koma í veg fyrir að fólk byrji að reykja og hvetja aðra að einhverju leyti til að hætta að reykja.

Með því að fara að fordæmi Ástralíu og nú nýlega einnig löndum svo sem Bretlandi, Írlandi og Frakklandi, höfum við trú á að einsleitar umbúðir verði árangursríkasta tækið sem við höfum til að koma í veg fyrir að ungt norrænt fólk ánetjist tóbaki. 

Ákall til aðgerða

Í 11. og 13. grein sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir  (WHO Framework Convention on Tobacco Control (WHO FCTC))  er aðildarlöndum ráðlagt að íhuga að innleiða einsleitar umbúðir. Fjöldi landa eru á lokastigum að taka upp lög um einsleitar umbúðir. Nú er kallað eftir einsleitum umbúðum á öllum Norðurlöndunum.

Tóbakslaus Norðurlönd

Tóbaksnotkun er meginorsök krabbameins. Nú reykja meira en 3,5 milljónir á Norðurlöndunum . Norrænu krabbameinsfélögin vinna öll saman að tóbakslausu samfélagi. Alls staðar á Norðurlöndunum hefur verið gefin út skýr yfirlýsing um tóbakslaust samfélag. Ef við ætlum að ná árangri í að útrýma tóbaksnotkun þurfum við að horfa til nýrra og árangursríkra leiða.

Norrænu krabbameinsfélögin trúa því að einsleitar umbúðir séu mikilvægt skref sem færir okkur nær tóbakslausum Norðurlöndum.

https://youtu.be/rXUCTSp2_58

Heimildir

 (1) Tobacco related Deaths in the Nordic countries: Norway 6600, Sweden 12 000, Denmark 13 900, Finland 5 000, Iceland 200, Faeroe Island 110.   

(2) https://www.cancervic.org.au/plainfacts /


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?