Guðmundur Pálsson 7. nóv. 2018

Almanna­heill 10 ára: Fag­mennska og trú­verðug­leiki félaga­samtaka

Á þessu ári halda Almannaheill - samtök þriðja geirans uppá 10 ára afmæli sitt. 

Í tilefni afmælisins ritaði Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla, neðangreinda grein og birtist hún í Morgunblaðinu í morgun.

Á þessu ári halda Almannaheill - samtök þriðja geirans uppá 10 ára afmæli sitt. Að því tilefni er vert að staldra við og spyrja til hvers við þurfum slík samtök.

Félagasamtök á Íslandi sem starfa í almannaþágu bæta samfélagið okkar á margan hátt. Almannaheillafélög vinna að því að auðga líf fólks, dýra eða vernda náttúruna án hagnaðarsjónarmiða. Í þessum félögum starfa sjálfboðaliðar sem vinna á óeigingjarnan hátt árið um kring. Slíkt sjálfboðastarf er reyndar mannræktandi í sjálfu sér og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að þátttaka í sjálfboðaverkefnum eykur lífsgæði sjálfboðaliðanna sjálfra.

Almannaheillafélög í landinu eru fjölmörg og eru samtals með tugiþúsunda félagsmanna sem þjóna margfalt fleirum. Almannaheill eru samstarfsvettvangur þessara félaga og sjálfseignarstofnana á Íslandi sem vinna að almannaheill án hagnaðarsjónarmiða. Marmiðið er að stuðla að fagmennsku og trúverðugleika slíkra félaga og bæta starfsskilyrði þeirra. Almannaheill er vettvangur þar sem félagasamtök læra hvert af öðru og þar sem færi gefst til að eiga samtal og stilla af kúrsinn miðað við breyttar áherslur í heiminum og alþjóðlega viðtekin gildi. Dæmi um verkefni Almannaheilla eru siðareglur fyrir félagasamtök, tillögur að heildarlögum um almannaheillafélög, nám fyrir stjórnendur félagasamtaka, Lýsa (áður Fundur fólksins), árleg lýðræðishátíð. Nýverið gerðu Almannaheill samning við yfirvöld um að kynna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir íslenskum félagasamtökum.

Þegar við, almenningur, fyrirtæki og yfirvöld, styðjum félagasamtök til góðra verka viljum við geta treyst þeim. Við viljum að fólkið eða málefnið sem félagasamtökin starfa fyrir njóti faglegrar hjálpar, að félagasamtökin taki vandaðar ákvarðanir, fari vel með fjármagn og komi í veg fyrir hagsmunaárekstra. Við viljum ekki að fjármálaóreiða eða eiginhagsmunapot i félagasamtökunum skaði málstaðinn sem við styðjum. Því miður er alltaf hætta á að það gerist í félagasamtökum eins og annars staðar þar sem peningar og hagsmunir eru í húfi. Gæðastarf og stuðningur við félagsamtök eru því mikils virði.

Á afmælishátíð Almannaheilla í dag 7. nóvember afhendir forsetinn viðurkenninguna Fyrirmynd 2018 einum félagasamtökum til almannaheilla sem starfa af fagmennsku og skipuleggja starfsemi sína með gagnsæi, skilvirkni með góða þjónustu og siðferði að leiðarljósi.
Framtíð félaga til almannaheilla á Íslandi er björt. Fleiri og fleiri einstaklingar vilja taka þátt í starfsemi félaga sem hafa ríkan tilgang fyrir samfélagið. Almannaheill mun halda áfram að styðja við slík félög og hjálpa þeim að starfa af fagmennsku og trúverðugleika.

Ketill Berg Magnússon Formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans (Grein þessi birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. nóv 2018)


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?