Ása Sigríður Þórisdóttir 1. jún. 2022

Aðalfundur og málþing Krabbameinsfélagsins

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins var haldinn  21. maí af því tilefni var haldið málþingið „Krabbameinsáætlun - á áætlun?" Spár benda til að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum og lifendum sömuleiðis. Mikilvægt er að vera undirbúin fyrir þá fjölgun sem þegar er hafin. Þar er Krabbameinsáætlun lykilverkfæri og vegvísir í baráttunni við krabbamein til framtíðar.

Húsfyllir var á málþinginu og fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi virkrar Krabbameinsáætlunar varðandi til að tryggja árangur tengdan krabbameinum í framtíðinni. 

Vígdís og Vilhjálmur ný í stjórn Krabbameinsfélagsins

Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi og Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur voru kosin í stjórn félagsins. Kristínu Halldórsdóttur og Þorsteini Pálssyni sem nú véku úr stjórn félagsins voru þökkuð vel unnin störf í þágu Krabbameinsfélagsins.

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins var veitt í fyrsta sinn á aðalfundinum. Viðurkenninguna hlutu þær Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftasöfnunar vegna breytinga á skimunum fyrir brjóstakrabbameini, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir forsprakki hópsins Aðför að heilsu kvenna fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Erna Bjarnadóttir, Elín Sandra Skúladóttir og Jónína Edda Sævarsdóttir

Nýtt aðildarfélag

Perluvinir félag um mergæxli á Íslandi er nýtt aðildarfélag Krabbameinsfélags Íslands. Perluvinir voru formlega stofnaðir sem félag 11. október 2015. Félagið hefur þann tilgang að gæta hagsmuna þeirra sem greinst hafa með mergæxli.

Samþykkt aðalfundar Krabbameinsfélagsins 2022 fellir úr gildi samþykkt frá aðalfundi árið 2021


Á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands sem haldinn var á Selfossi þann 29. maí 2021 var lýst yfir þungum áhyggjum af aðstöðuleysi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, þar sem flestir fá lyfjameðferð. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins samþykkti þá að Krabbameinsfélagið veitti allt að 450 milljónum til byggingar nýrrar dagdeildar, að því gefnu að stjórnvöld settu verkefnið í forgang þannig að taka mætti nýja deild í notkun árið 2024.

Í dag liggur ekkert fyrir um framtíðarhúsnæði dagdeildarinnar.

Af viðbrögðum stjórnvalda við samþykkt aðalfundar Krabbameinsfélagsins á því ári sem er liðið, er ljóst að framlag félagsins skiptir ekki máli fyrir framgang verkefnisins.

Krabbameinsfélagið mun áfram beita sér fyrir að aðstaða fyrir krabbameinsmeðferð verði fyrsta flokks, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.

Samþykkt aðalfundar félagsins frá 2021 er fallin úr gildi. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins felur stjórn félagsins að nýta ofangreinda fjármuni til framgangs markmiða félagsins.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?