Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022

Upptaka af málþingi um krabbameinsáætlun

Krabbameinsfélagið stóð fyrir málþingi 21. maí sem bar heitið „Krabbameinsáætlun - á áætlun?". Húsfylli var á málþinginu og fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi áætlunarinnar varðandi allan árangur tengdan krabbameinum í framtíðinni.

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins var haldinn þann 21. maí sl. af því tilefni var haldið málþing um krabbameinsáætlun. Spár benda til að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum og lifendum sömuleiðis. Því er mikilvægt að vera undirbúin fyrir þá fjölgun sem framundan er og er þegar hafin. Krabbameinsáætlun eru lykilverkfæri og vegvísir í baráttunni við krabbamein til framtíðar, hvað skuli gera og hvernig.

Upptöku frá málþinginu má nálgast hér:

https://www.youtube.com/watch?v=M9TL3blnPZU&t=3s

DAGSKRÁ:

  • Íslensk krabbameinsáætlun: Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhóps sem skipaður var árið 2013 vegna vinnu við gerð krabbameinsáætlunar
  • Krabbamein á Íslandi – staðan í dag: Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
  • Framfaraskref: Katrín Hilmarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
  • En þarf krabbameinsáætlun? Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
  • Áhrif krabbameinsáætlana í Danmörku: Hans H. Storm, yfirlæknir hjá danska krabbameinsfélaginu
  • Gagnsemi krabbameinsáætlana frá sjónarhóli:
    • heilbrigðisráðuneytisins: Guðlaug Einarsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
    • Landspítala: Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
    • landlæknis: Alma Dagbjört Möller, landlæknir



Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?