Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022

Upptaka af málþingi um krabbameinsáætlun

Krabbameinsfélagið stóð fyrir málþingi 21. maí sem bar heitið „Krabbameinsáætlun - á áætlun?". Húsfylli var á málþinginu og fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi áætlunarinnar varðandi allan árangur tengdan krabbameinum í framtíðinni.

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins var haldinn þann 21. maí sl. af því tilefni var haldið málþing um krabbameinsáætlun. Spár benda til að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum og lifendum sömuleiðis. Því er mikilvægt að vera undirbúin fyrir þá fjölgun sem framundan er og er þegar hafin. Krabbameinsáætlun eru lykilverkfæri og vegvísir í baráttunni við krabbamein til framtíðar, hvað skuli gera og hvernig.

Upptöku frá málþinginu má nálgast hér:

https://www.youtube.com/watch?v=M9TL3blnPZU&t=3s

DAGSKRÁ:

  • Íslensk krabbameinsáætlun: Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhóps sem skipaður var árið 2013 vegna vinnu við gerð krabbameinsáætlunar
  • Krabbamein á Íslandi – staðan í dag: Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
  • Framfaraskref: Katrín Hilmarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
  • En þarf krabbameinsáætlun? Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
  • Áhrif krabbameinsáætlana í Danmörku: Hans H. Storm, yfirlæknir hjá danska krabbameinsfélaginu
  • Gagnsemi krabbameinsáætlana frá sjónarhóli:
    • heilbrigðisráðuneytisins: Guðlaug Einarsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
    • Landspítala: Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
    • landlæknis: Alma Dagbjört Möller, landlæknir



Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?