Björn Teitsson 12. ágú. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Vilborg Davíðsdóttir

  • Vilborg_feb.2015

Vilborg Davíðsdóttir er rithöfundur og þjóðfræðingur sem hefur hlotið mikið og verðskuldað lof fyrir bækur sínar. Sögur hennar eiga það oftar en ekki sammerkt að fjalla um baráttu kvenna í karllægu samfélagi landnámsmanna á Íslandi. Eiginmaður hennar lést vegna heilakrabbameins árið 2013.  

„Heilakrabbi dró manninn minn til dauða árið 2013 og pabbi lést úr lungnakrabbameini litlu síðar. Hjálpin sem ég naut frá Krabbameinsfélagi íslands, með viðtölum hjá Ráðgjafarþjónustunni, núvitundarnámskeiði og syrgjendasamveru, var mér ómetanleg í sorginni og hefur nýst mér alla daga síðan. Hjartans þakkir fyrir mig.“


Vilborg Davíðsdóttir er rithöfundur og þjóðfræðingur sem hefur hlotið mikið og verðskuldað lof fyrir bækur sínar. Sögur hennar eiga það oftar en ekki sammerkt að fjalla um baráttu kvenna í karllægu samfélagi landnámsmanna á Íslandi. Árið 2015 kom út hennar eigin saga, Ástin, drekinn og dauðinn, þar sem hún lýsir með einstökum hætti þeirri erfiðu reynslu að fylgja eiginmanni sínum í gegnum erfið veikindi, að kljást við drekann, að syrgja síðan eiginmann sinn og verða ekkja ung að árum.


Vilborg Davíðsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?