Ása Sigríður Þórisdóttir 14. mar. 2022

70 andlit fyrir 70 ár – Sólmundur Hólm

Þó Sóli Hólm hafi ekki verið inni á gafli hjá Krabbameinsfélaginu í sínum veikindum þá finnst honum það vera viss forréttindi að það sé einhver svona veikindategund sem eigi svona geðveikt öflugt og heilt félag sem hafi verið til í 70 ár sem hægt sá að leita til ef maður veikist, það er í raun bara lúxus.

Sólmundur Hólm Sólmundarson er fimm barna faðir, fyrrum krabbameinssjúklingur og hefur starfað við fjölmiðla og alls konar skemmtilegtheit.

https://www.youtube.com/watch?v=rnzdR_oBRSs

Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein árið 2017. Hann læknaðist á þremur mánuðum eftir átta lyfjagjafir og slapp alveg fáranlega vel, eins og hann segir sjálfur og öðlaðist í staðinn virkilega dýrmæta reynslu sem hann segist ekki hafa viljað sleppa.

Þó hann hafði aldrei upplifað að hann væri í lífhættu þá fannst honum hann samt skrefi nær dauðanum en flest fólk á hans aldrei. Þetta var til þess að hann fór að spá í það sem maður vildi gera og taldi sig hafa nægan tíma til að gera. Þá fannst honum hann ekki hafa nýtt þá hæfileika sem honum voru gefnir eins vel og hægt er. Hann hafði aldrei þorað að vera með sína eigin uppistandssýningu þannig að hann ákvað að um leið og hann væri búinn með lyfjameðferð og væri búinn að fá þrekið aftur myndi hann vera með uppistandssýningu sem hann og gerði. Það sem hann fann þegar hann fór af stað með sýninguna var hvað margir gátu tengt við hans upplifun bæði sem aðstandendur og sem krabbameinssjúklingar. Viðbrögðin við sýningunni fóru svolítið eftir því hversu lítið eða mikið fólk hafði verið innan um krabbamein. Þeir sem höfðu lítið verið innan um krabbamein fannst erfitt að hlæja að því sem hann var að gera grín að. Síðan hélt hann sýningar þar sem hann bauð bara fólki sem var annað hvort nýbúið að stíga upp úr krabbameinum eða var að díla við krabbamein á þeim tíma var allt annað upp á teningnum – þar var rosalega einlægur og innilegur hlátur því fólk tengdi svo vel við hans upplifun. Þá fann hann vel hversu kærkomið var hjá þeim áhorfendum að fá að hlæja að einhverju svona.

Sólmundur Hólm Sólmundarson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit

Framleiðsla: Egill & Jakob.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?