Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2022

70 andlit fyrir 70 ár - Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir var fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, frá desember 2015 þar til nú í maí 2022.

Það er einn af hverjum þremur Íslendingum sem mun á einhverjum tímapunkti á ævinni þurfa að takast á við þennan sjúkdóm og við langflest hin eða þau okkar sem fá þetta ekki munum upplifa þetta sem aðstandendur, vinir eða kunningjar.

Í starfinu mínu vinn ég að fjáröflun félagsins því er félagið er algjörlega háð stuðningi almennings og fyrirtækja. Við þurfum á því að halda að hafa mikið og gott bakland sem við sem betur fer höfum og höfum haft lengi. Þar á meðal eru 17.000 Velunnarar sem að mánaðarlega styrkja starfið og svo erum við með stór fjáröflunarátök eins og Bleiku slaufuna og Mottumars þar sem að mikill hluti þjóðarinnar tekur þátt og hjálpar okkur að fjármagna allt það sem verið er að gera dag frá degi.

Ég held að það sé bara mjög mikilvægt fyrir almenning, fyrir okkur öll, að taka þátt í starfi Krabbameinsfélagsins með einhverjum hætti.

https://www.youtube.com/watch?v=iT3wwEkBr0k

Ég held að okkur finnist við stundum svolítið vanmáttug gagnvart þessum sjúkdómi og finnist við ekki geta gert mikið. En málið er að við getum öll gert eitthvað. Og þegar þetta „eitthvað“ safnast saman þá verða framfarir. Með því að styrkja félagið þá á fólk einfaldlega þátt í öllum þessum skrefum sem hafa átt þátt í að tvöfalda lífslíkur á síðustu 50 árum. Þetta skilar árangri.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á Instagram og Facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?