Björn Teitsson 16. ágú. 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Arnar Sveinn Geirsson

  • Arnar_sveinn

Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasambands Íslands og fótboltamaður, situr í stjórn Krafts. Hann á sér sögu með krabbameinum eins og við flest. Hann missti móður sína aðeins 12 ára gamall. 

Arnar Sveinn Geirsson er fæddur árið 1991, alinn upp í Hlíðunum og varð snemma þekktur fótboltamaður í uppeldisfélagi sínu í Val. Þar naut hann mikillar velgengni og hefur fagnað bæði bikar-og Íslandsmeistaratitlum að Hlíðarenda. Arnar hefur einnig vakið athygli sem talsmaður fótboltamanna á Íslandi sem formaður Leikmannasambands Íslands og nú nýlega sem sérfræðingur eða „pundit“ á Evrópumóti karla sem fram fór um alla Evrópu í sumar.


Arnar, eins og við flest, á sér sögu með krabbameinum. Hann missti móður sína þegar hann var aðeins 12 ára gamall. Hann glímdi við erfiðar tilfinningar vegna þess lengi vel, fannst eitthvað vanta. Í dag hefur hann unnið mikið í sinni sorg og lifir með henni og minningu móður sinnar. Hann lætur líka af sér kveða á vettvangi Krafts, stuðningsfélagi ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur, en þar situr Arnar í stjórn.


„Ég hafði markvisst forðast Kraft í meira en 15 ár - þrátt fyrir þó að fylgjast með í laumi - áður en ég settist í stjórn félagsins. Ástæðan var sú að ég var logandi hræddur við krabbamein. Mamma dó úr krabbameini árið 2003, þegar ég var 12 ára gamall, og ég hélt að besta leiðin væri að setja hausinn undir mig og keyra áfram. Á endanum gat ég ekki meira - lenti á vegg sem ég gat ekki brotið niður - og fór loksins að vinna í öllum tilfinningunum undir niðri sem voru í einum stórum hnút. Í kjölfarið sá ég að fullt af fólki var og er í sömu sporum og ég og því fannst mér það liggja beinast við að gefa af mér og reyna að koma einhverju af því sem ég hef lært til annarra. Ekki reyna að gera þetta ein - það er bæði erfiðara og svo miklu leiðinlegra!“


Arnar Sveinn Geirsson er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?