Guðmundur Pálsson 15. mar. 2019

300 manns á málþingi um karla og krabbamein

  • Hjónin Ingimar Jónsson og Margrét Óladóttir deildu áhrifaríkri reynslusögu sinni af veikindum Ingimars.

Það var þéttsetinn bekkurinn á málþinginu „Karlar og krabbamein” sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær, fimmtudaginn 14. mars.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) stóð fyrir þessum glæsilega viðburði í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og dyggan stuðning veittu Norðurorka, N4, Akureyrarstofa og JMJ herradeild.

Um 300 manns komu í Hof og hlýddu á fjölbreytt erindi og Geysir – Karlakór Akureyrar rammaði inn upphaf og endi með dúndrandi söng. Gestir nutu einnig ljósmyndasýningarinnar Meiri menn sem sett var upp á göngum Hofs. Sýningin byggir á persónulegum sögum átta karlmanna víðsvegar af landinu sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina.

Eiríkur Jónsson, þvagskurðalæknir, fjallaði um einkenni krabbameina í körlum, hjónin Ingimar Jónsson og Margrét Óladóttir deildu áhrifaríkri reynslusögu sinni af veikindum Ingimars og áhrifum þeirra á fjölskylduna. Dr. Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands fjallaði um breytingar á sjálfsmynd karlmanna í veikindum og Guðmundur Pálsson, vefsstjóri félagsins, kynnti nýtt fræðsluverkefni, karlaklefinn.is, sem er vefur með fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönnum.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, flutti ávarp og Friðbjörn Reynir Sigurðsson, lyf- og krabbameinslæknir sá um fundarstjórn.

Það var samdóma álit gesta og aðstandenda málþingsins að vel hefði tekist til, erindin verið áhugaverð og umgjörðin glæsileg.

„Dagurinn hefur verið frábær og við erum ákaflega glöð með hvernig til tókst, full þakklæti til þeirra fjölmarga sem lögðu okkur lið og auðvitað þessa stóra hóps sem hingað kom og naut dagskrárinnar með okkur”, sagði Katrín Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis í lok dags.

Hægt er að skoða upptöku frá ráðstefnunni í streymisveitu Krabbameinsfélagsins og á Facebook-síðu Mottumars má sjá myndasafn með svipmyndum Auðuns Níelssonar frá málþinginu.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?