Ása Sigríður Þórisdóttir 8. nóv. 2022

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar

Viðskiptavinir Orkunnar söfnuðu 1,5 milljónum króna til Bleiku slaufunnar, átaks Krabbameinsfélagins. Söfnunin fór þannig fram að á Bleika deginum, 14. október, runnu 5 krónur af hverjum seldum lítra til átaksins. Til viðbótar safna Orkulyklar viðskiptavina sem eru skráðir í hóp Bleiku slaufunnar 1 krónu á hvern seldan lítra allt árið en 2 krónur í október. 

„Krabbameinsfélagið er mikilvæg samfélagsstoð.  Félagið er ekki eingöngu þeim sem veikist ómetanlegur stuðningur, heldur einnig aðstandendum þeirra. Orkan er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar í 16 ár.  Í október lögðum við auka lóð á vogarskálarnar með því að styrkja málefnið sérstaklega á Bleika deginum. Við bjóðum einnig viðskiptavinum að styrkja málefnið aðra mánuði ársins með Orkulyklinum. Eins og Bleika slaufan, þá elskum við hjá Orkunni að vera bleik. Bleik í október – bleik allan ársins hring.” segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar. 

„Allt starf Krabbameinsfélagsins er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Við erum því óendanlega  þakklát öllum þeim sem leggja sitt af mörkum til félagsins. Þannig getum við haldið áfram af krafti að vinna að markmiðum félagsins sem eru að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni þeirra sem greinast með krabbamein og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Það eru traustir stuðningsaðilar á borð við Orkuna sem gera okkur þetta kleift – takk fyrir frábært samstarf í gegnum tíðina og vonandi um ókomin ár!“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. 

Orkan gerir viðskiptavinum kleift að styðja Krabbameinsfélagið allan ársins hring með bleika Orkulyklinum og er hægt að sækja um hann á heimasíðu Orkunnar. 

Krabbameinsfélagið þakkar viðskiptavinum Orkunnar kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir svo sannarlega máli.

Á myndinni eru frá Krabbameinsfélaginu þau Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, sem tóku við styrknum frá þeim Auði Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar og Brynju Guðjónsdóttur, markaðsstjóra Orkunnar. 

 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?