Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2020

Ráðgjafarþjónustan frestar tímabundið viðburðum, námskeiðum og fræðslufundum

  • Krabbameinsfélagið

Um leið og við höldum ró okkar vegna COVID-19 veirunnar erum við jafnframt vakandi yfir framþróun hennar. Staðan er metin daglega til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar stuðning, viðburði og fræðslu, þar sem hluti af þeim hóp hefur skert ónæmiskerfi vegna veikinda eða krabbameinsmeðferðar

Við höfum því ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum, námskeiðum og fræðslufundum Ráðgjafaþjónsutunnar sem áttu að vera í þessari viku (9. til 13. mars).

  • Við viljum vekja athygli á margvíslegu fræðsluefni, áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestum, hlaðvörpum, streymi og vefvörpum sem hægt er að nálgast hér.

Við viljum hins vegar hvetja fólk til að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafarþjónustunnar ef það hefur einhverjar spurningar. Ef þú átt bókað viðtal hjá ráðgjafa og ert að upplifa flensulík einkenni eða hefur ferðast um skilgreind áhættusvæði að undanförnu þá mælum við með því að hafa samband í síma 800 4040 og bóka nýjan tíma.

 

 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?