Björn Teitsson 2. mar. 2021

Tafir á Mottumarssokkunum

  • MM21_Sokkar_hvitt

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Það er með ansi miklum trega að við hjá Krabbameinsfélaginu verðum að tilkynna seinkun á komu Mottumarssokka í ár. En vonandi verður biðin ekki löng. Ástæðurnar eru nokkuð kunnuglegar - en vegna heimsfaraldursins myndaðist röð tafa hjá flutningsaðilum. Við getum því miður ekki gefið upp fasta dagsetningu á komudegi eins og er. Augljóslega þykir okkur þetta afar leitt. En um leið er von okkar að fólk sýni þessum aðstæðum skilning. 

Sala á Mottumarssokkum hefur verið fastur liður í árveknisátakinu sem hefur farið fram áslitið síðan árið 2010 og einn stærsti liðurinn í fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Sokkarnir í ár eru með skemmtilegu sportlegu þema og ættu þeir að sóma sér vel í ræktinni eða jafnvel á tennisvellinum. Við erum afar ánægð með hönnunina, sem má sjá á meðfylgjandi myndum, og hlökkum mikið til að geta afgreitt sokkalistana sem Íslendingar hafa notið og brosað undanfarin ár – og um leið stutt við mikilvægt málefni.

MM21_Sokkar_hvitt

Annars er Mottukeppnin í fullum gangi og nú eru um 250 keppendur skráðir til leiks og fjölgar þeim stöðugt. Við getum öll tekið þátt, beint og óbeint, skráð okkur til leiks eða einfaldlega stutt við keppendurna með áheitum.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?